Events

Fílalag LIVE á Húrra

Fílalag LIVE á Húrra

Wednesday November 22nd, 2017 - 20:00 - Wednesday November 22nd, 2017 - 23:00

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

Snottintottinn og Ebbadrullan fíla einhvern crowd-pleasandi stomper uppá sviði á Húrra. Hraðfílun og sekúnduleikurinn.
Ekkert flókið. Bara STIMMUNG.
Mætið snemma. Fílahjörðin er plássfrek við vatnsbólið.

204 interested  ·  93 going
VMO (Japan) x Skelkur í bringu x Harry Knuckles á Húrra

VMO (Japan) x Skelkur í bringu x Harry Knuckles á Húrra

Thursday November 23rd, 2017 - 21:00 - Friday November 24th, 2017 - 1:00

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

VMO Violent Magic Orchestra
Skelkur í bringu
Harry Knuckles

1000 kr.-

114 interested  ·  35 going
Cell7, Hildur og Two Toucans á Húrra

Cell7, Hildur og Two Toucans á Húrra

Friday November 24th, 2017 - 21:00 - Saturday November 25th, 2017 - 0:00

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

52 interested  ·  27 going
Bagdad brothers, korter í flog og Krakk & Spaghettí á Húrra

Bagdad brothers, korter í flog og Krakk & Spaghettí á Húrra

Wednesday November 29th, 2017 - 20:00 - Thursday November 30th, 2017 - 0:00

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

81 interested  ·  51 going
GlerAkur og World Narcosis á Húrra

GlerAkur og World Narcosis á Húrra

Thursday November 30th, 2017 - 20:00 - Friday December 1st, 2017 - 0:00

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

***English below***
GlerAkur fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar ‘ The Mountains Are Beautiful Now ‘ þann 30. Nóvember á Húrra.
GlerAkur er sturluð tónleikasveit. Neimdropp hér, neimdropp þar. Þessi fjölmiðill er að missa sig, og annar fjölmiðill heldur ekki vatni. Ógeðslega fræg hljómsveit elskar GlerAkur og geðveikt frægur blaðamaður trippaði feitt á tónleikum með sveitinni. Það er fullt af útlendingum að fíla þetta stöff!

Áður er GlerAkur stígur á svið mun hin gjörsamlega urlaða hljómsveit World Narcosis leika fyrir dansi.

glerakur.bandcamp.com/

worldnarcosis.bandcamp.com

GlerAkur celebrates her debut LP ‘The Mountains are Beautiful Now’ on November 30th at Húrra.
GlerAkur is a mad live band. Name drop here, name drop there. This media platform is losing it, another one is leaking urine. A disgustingly famous band loves GlerAkur and an insanely known journalist tripped his balls of at a gig with the band. A lot of people in foreign countries like this stuff.

The completely url-y band World Narcosis will start the show.
... See MoreSee Less

63 interested  ·  18 going
RBMA Club Night w/ Talaboman

RBMA Club Night w/ Talaboman

Friday December 1st, 2017 - 23:00 - Saturday December 2nd, 2017 - 4:30

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

Föstudaginn, þann 1. desember, mun elektróníska dúóið Talaboman (John Talabot og Axel Boman) koma fram í fyrsta skipti á Íslandi. Dúóið kemur fram á klúbbakvöldi Red Bull Music Academy, á Húrra, ásamt þeim betri tónlistarmönnum í íslensku elektróníkinni - DJ YAMAHO, Futuregrapher & russian.girls.

Á þeirra fyrstu breiðskífu, ‘The Night Land,’ sem kom út fyrr á árinu, gefa Alex Boman og John Talabot, rými fyrir ferskar hugmyndir auk þess sem þeir þróa áfram tónlistarstefnu sína. Tónlistin er þolinmóð og hlý, en líka víðtæk og fjölbreytt. Þessi útgáfa hefur fært Talabot (eiganda Hivern Discs plötufyrirtækis) og Boman (RBMA Gothernburg Alumni) saman að nýju á tónleikaferðalagi um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu, þar sem þeir hafa spilað bæði á tónlistarhátíðum og klúbbum. Nú eru þeir loksins að fljúga yfir til Íslands til að skemmta landsmönnum og mun þetta sjóðheita atriði án efa fylla dansgólfið á Húrra!

YAMAHO (Natalía G. Gunnarsdóttir) er ein af reyndustu plötusnúðum Reykjavíkur. Hún kemur reglulega fram á klúbbum bæði á Íslandi svo og úti í heimi. DJ-settin hennar sveiflast ósjaldan á milli tveggja heima; Chicago house og Detroit Techno, og má búast við fjölbreyttu og kraftmiklu setti frá þessum reynslubolta.

Futuregrapher (Árni Grétar) þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum íslensku raftónlistarsenunnar, en hann á að baki glæstan feril. Er hann ein af stofnendum Möller Records sem hefur gefið út fjöldann allan af íslenskum raftónlistarplötum. Undir dulnefninu Futuregrapher hefur Árni gefið út fjórar vel lofaðar plötur. Búast má við stútfullu setti af teknói, acid og weirdcore.

russian.girls (Guðlaugur Halldór Einarsson) er best þekktur sem gítarleikarinn í hljómsveitinni Fufanu sem ferðast hefur um heim allan til að spila á allt frá litlum rokkbúllum upp í risa svið sem upphitun fyrir atriði á borð við Radiohead, Red Hot Chili Peppers, Gorillaz og John Grant. Sóló-verkefnið hans Guðlaugs - russian.girls - er eitt það ferkasta í íslensku raftónlistarsenunni og gaf hann út sína fyrstu EP plötu í maí sl. í gegnum danska plötufyrirtækið hfn music.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS en við hvetjum fólk til að mæta snemma þar sem takmarkað pláss er í salnum.

///

Friday, December 1 will see the electronic duo Talaboman (John Talabot and Axel Boman) appearing in Reykjavík for the first time ever. The twosome will headline at Reykjavík’s Paloma for a Red Bull Music Academy club night alongside some of Iceland’s finest artists on the electronic scene, with DJ sets from the talented YAMAHO, Futuregrapher & russian.girls.

On their debut album for R&S Records, ‘The Night Land,’ Alex Boman and John Talabot give space to nascent ideas and mature their sound. The music is patient and warm, but also broad and diverse. This release has brought the Barcelona-based Hivern Discs label owner Talabot and Gothenburg’s Academy alumnus Boman back on the road with club and festivals shows throughout Europe, the U.S. and Australia and now finally over to Iceland to fire up Reykjavík.

YAMAHO (Natalie G. Gunnarsdóttir) is one of Reykjavík’s most experienced DJs, appearing regularly at clubs both in Iceland and around the world. Her sets oscillate between the two eminent pillars of electronic dance music, Chicago house and Detroit techno, from which she weaves her hypnotic and technically minded sets.

Árni Grétar is best known under the pseudonym Futuregrapher. In 2011, he co-founded Möller Records, the label home to numerous local electronic artists. Futuregrapher has released four critically acclaimed albums and has toured extensively in both North America and Europe. Expect a loaded set of techno, acid and weirdcore from this living local legend.

russian.girls (Guðlaugur Halldór Einarsson) is somewhat of a newbie on the scene, but he’s one of Reykjavík’s most productive producers and packs a lifetime of experience. As a member of used-to-be-techno, now-a-rock band Fufanu, he’s travelled all over the world to perform at everything from grimy rock clubs to big stadium venues supporting acts such as Radiohead, Red Hot Chili Peppers, Gorillaz and John Grant. His solo project russian.girls dropped an EP though Copenhagen-based hfn music in May as part of its “Sisters & Brothers” series.

This is a FREE ENTRANCE event so come early to ensure access.

- Redbullmusicacademy.com -
... See MoreSee Less

51 interested  ·  40 going
Sykur á Húrra

Sykur á Húrra

Saturday December 16th, 2017 - 21:00 - Sunday December 17th, 2017 - 0:00

Húrra
Tryggvagata 22
Reykjavík,  101 Map

Hljómsveitin Sykur ætlar að söðla um og slær til stórtónleika á Húrra þann 16. desember. Á nýafstaðinni Airwaves hátíð fylltist kofinn og færri komust að en vildu. Hljómsveitin hefur staðið í ströngu að undanförnu við að semja ný lög sem munu líta dagsins ljós á næstu mánuðum og verða nokkur þeirra flutt á tónleikunum. Kjörið tækifæri til að hrista af sér prófatörnina. Skiljið margföldunartöflurnar eftir heima og komið og dansið með okkur!

Upphitunarhljómsveit tilkynnt síðar.

Almennt miðaverð 2000 kr. en bara 1500 kr. sé keypt á netinu fyrir 1. desember!
... See MoreSee Less

385 interested  ·  55 going